27.8.2008 | 22:02
Máltæki vikunnar;
"Gott silfur er gulli betra"!
-Valgeir Guðjónsson
27.8.2008 | 13:46
Fool for Love-mikil sala!!!
www.leikfleag.is ;
Allt að seljast upp! Það er stutt í að uppselt verði á hina rómuðu gestasýningu Silfurtunglsins á leikritinu Fool 4 Love eftir Sam Shephard. Sýningin hlaut 7 tilnefningar til Grímuverðlauna í ár. Leikstjóri er Jón Gunnar Þórðarson og leikarar: KK, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Þóra Karitas og Magnús Guðmundsson. KK semur einnig tónlistina í sýningunni. Frumsýning verður 11. september. Nú er bara að taka upp tólið og hringja í miðasöluna: 4-600-200 og panta miða. Ekki missa af þessari frábæru sýningu!
13.8.2008 | 12:32
Fool for Love til Akureyrar
Fool for Love er á leiðinni norður.
Silfurtunglið heldur norður í byrjun september og sýningin verður frumsýnd í Rýminu hjá Leikfélagi Akureyrar þann 11. september.
Nýtt leikár Leikfélags Akureyrar verður kynnt á næstunni og það verður spennandi að sjá hvað María Sigurðardóttir nýráðinn leikhússtjóri er að plotta, en eitt af gestasýningunum er í það minnsta Fool for Love.
Hópurinn er kominn saman á ný og er að dusta rykið af handritinu.
Hægt er að panta miða í miðasölusíma LA: 4 600 200
Sjáumst á Akureyri!
28.5.2008 | 15:33
6 tilnefningar til Grímunnar
Fool 4 Love fær 6 tillefningar til Grímunnar:
Sýning ársins: Fool 4 Love
Leikari ársins í aðalhlutverki: Sveinn Ólafur Gunnarsson
Leikkona ársins í aðalhlutverki: Þóra Karítas Árnadóttir
Leikari ársins í aukahlutverki: Magnús Guðmundsson
Tónlist ársins: Fool 4 Love, KK
söngvari ársins: KK
Fyrir hönd Silfurtunglsins vil ég þakka frábær viðbrögð og tilkynna að Fool 4 Love verður tekið upp aftur á Akureyri í september 2008.
Jón Gunnar Þórðarson, leikstjóri.
29.4.2008 | 15:24
Manchester Evening News
*****
LILYA is billed as not for the under-16s, Its not for adults without a strong stomach either.
"it is well written".
"Superb performance by all concerned"
"This is a play which makes you think about what this country has done to the 4000 women from across the world who are forced to work in the British sex trade at any one time".
"It makes you ask the question Are we really a civilised society"?
Julia Taylor 16/ 4/2008, www.manchestereveningnews.co.uk
5.4.2008 | 17:14
LILYA
Menning og listir | Breytt 6.4.2008 kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2008 | 13:00
LILYA í the Contact Theatre-Manchester

Silfurtunglið setur upp leikritið LILYA eftir Jón Gunnar
Leikgerð gerð úr kvikmyndinni Lilya 4 Ever eftir Lukas Moodysson
Sýningin er frumsýnd þann 15 apríl í The Conatct Theatre í Manchester. Sýningin vekur athygli í Manchester og þá sérstaklega vegna þess að þar er mansal mikið vandamál. The Contact Theatre er metnaðarfullt leikhús , frumlegasta leikhús Englendinga samkvæmt Time Out.
Sagan segir frá Lilju sem á heima í gömlu Sovíetríkjunum og sambandi hennar við Volodja, 11 ára dreng sem byr að mestu leiti á götunni. Lilja kynnist Andrei og hann platar hana til að koma með sér til Manchester. Loforð um drauma og betra líf eru brotin og Lilja er læst inni í herbergi í Manchester.
Sagan er átakaleg en falleg, saga sem þarf að segja.
Hægt er að fá frekari upplýsingar á www.contact-theatre.org
Leikarar:
Lilya: Lauren Drummond,
Natasha: Kate Colgrave Pope
Andrei: Bradley Taylor
Volodja: Joel Cheatham
Paul: Nick Mason
Man: Stuart McPherson
Leikmynd: Mark Friend
Tónlist: KK
Leikgerð og leikstjórn: Jón Gunnar Þórðarson
Menning og listir | Breytt 6.4.2008 kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2008 | 13:59
Ekki missa af Fool for Love
Síðustu sýningar
9/ 2, 15/2, 16/2 kl 20:00
tryggðu þér miða á MIDI.IS eða í síma 5514700