Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Ekki missa af Fool for Love

 

Síðustu sýningar 

9/ 2, 15/2, 16/2 kl 20:00

 tryggðu þér miða á MIDI.IS eða í síma 5514700


Gagnrýni Silju Aðalsteinsdóttur:

Baneitrað samband í Silfurtunglinu

 

Hún er eins og þéttur og flottur nútímadans - dansleikhús af magnaðri gerðinni - sýning Silfurtunglsins í Austurbæ á Fool for Love eftir Sam Shephard undir stjórn Jóns Gunnars Þórðarsonar. Þar takast þau á, ýmist í hægum valsi mettuðum hatri eða trylltum erótískum áflogum Þóra Karítas Árnadóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Ekki voru síður átakamikil danssporin sem þeir tóku vonbiðlar stúlkunnar, Sveinn Ólafur og Magnús Guðmundsson þegar hún lét þá eina á sviðinu. Manni varð ekki um sel.

Fool for Love fjallar um ást sem tortímir, brennir hlutaðeigandi upp í trylltri, banvænni ástríðu. Í leikskrá segir að verkið hafi sprottið beint upp úr þeim aðstæðum höfundar þegar hann yfirgaf konu og börn fyrir leikkonuna Jessicu Lange sem hann kynntist við tökur á kvikmyndinni Frances sem þau léku bæði í (1982). Í leikritinu er Eddie (Sveinn Ólafur) áhættuleikari í kvikmyndum og greinilegt er að (fyrrverandi? núverandi?) ástkona hans May (Þóra Karítas) hefur hann meira en grunaðan um að halda við kvikmyndastjörnu - sem hún nefnir hæðnislega "prímadonnuna". Það er yfirborðsástæðan fyrir átökum þeirra þegar hann kemur og vill fá hana í sambúð aftur í húsvagninum sínum. May hefur komið sér fyrir í herbergi í niðurníddu móteli í einhverju rassgati og fengið vinnu meðan hann var í burtu, hún er meira að segja komin með deit, sakleysingjann Martin (Magnús Guðmundsson).

"Ég kveið að þú færir, ég kveið að þú yrðir um kyrrt," syngur KK sem leikur Gamla karlinn, og það er vandi May í hnotskurn. En brotthvörf og framhjáhöld Eddies eru ekki undirrót vandans, á það minnir sá gamli okkur við og við, milli þess sem leikarinn syngur eigin lög og texta um ástir og örlög persónanna. Orsökin liggur í fortíðinni...

Sveinn Ólafur er sérlega glæsilegur á sviði, hávaxinn og flottur, og sniðinn fyrir hlutverk Eddies að öllu leyti. Hlutverk May er margslungnara - konur eru greinilega flóknari en karlar í vitund Sams Shepard - og Þóra vinnur hér stóran leiksigur. Ekki er hún aðeins eins og sköpuð í hlutverkið líkamlega, lítil og falleg og flottur kroppur - og einkar vel valin á móti longintesinum Sveini - heldur ræður hún vel við þær andstæðu tilfinningar og harkalegu sveiflur sem geð May tekur þessa kvöldstund sem við fáum að fylgjast með elskendunum. Magnúsar hlutverk var minna en hinna, en eins og áður gat eru áflog þeirra karlmannanna æðisleg.

Hér eru nýliðar í mörgum hlutverkum, bæði á sviði og utan sviðs, en það er ekki að sjá á faglegum og blæbrigðaríkum tökum þeirra á þessu vel skrifaða verki (byggt er á þýðingu Gísla Ragnarssonar). Vonandi er Silfurtunglið komið til að vera.

 

Silja Aðalsteinsdóttir, Tímarit Máls og Menningar.


Höfundur

Silfurtunglið
Silfurtunglið

Silfurtunglið hýsir metnaðarfullt leikhúsfólk.

Leikstjóri: Jón Gunnar Þórðarson

tónlistarstjóri: KK

ljósahönnun: Jón Þorgeir Kristjánsson

búningahönnuður: Rannveig Eva Karlsdóttir

útlitshönnun: Mekkín Ragnarsdóttir

hljóðhönnun: Sindri Þórarinsson

aðstoðarleikstjóri: Valdís Arnardóttir

hreyfihönnun: Hannes Þór Egilsson

leikarar: Þóra Karítas, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Magnús Guðmundsson og KK

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband