Leita í fréttum mbl.is

Silfurtunglið

SilfurtungliðAð sýningunni Fool 4 Love  stendur nýstofnað leikfélag, Silfurtunglið, sem hýsir metnaðarfullt leikhúsfólk. Leikstjórinn er Jón Gunnar Þórðarson en hann útskrifaðist sem leikstjóri frá hinum virta Drama Centre í London í fyrra og hefur síðan þá leikstýrt 4 atvinnusýningum. KK snýr nú aftur í leikhúsið til að semja tónlist við verkið en þjóðin hefur enn dálæti á þeim lögum sem KK samdi fyrir leikritið Þrúgur reiðinnar sem var sett upp í Þjóðleikhúsinu. Með hlutverk May fer leikkonan Þóra Karítas sem þreytti frumraun sína í Svörtum Ketti hjá Leikfélagi Akureyrar fyrr á árinu og fer nú með ýmis hlutverk í þáttaröðinni Stelpurnar á Stöð 2. Sveinn Ólafur Gunnarsson fer með hlutverk Eddie en hann hefur leikið í Loka Laufeyjarson í Gunnlaðarsögu í Hafnafjarðarleikhúsinu, kvikmyndinni Mýrin og í væntanlegri sjónvarpsþáttaröð sem ber heitið Pressan. Magnús Guðmundsson fer með hlutverk Martin en Magnús er einnig meðlimur í Stompleikhúsinu.

Höfundur

Silfurtunglið
Silfurtunglið

Silfurtunglið hýsir metnaðarfullt leikhúsfólk.

Leikstjóri: Jón Gunnar Þórðarson

tónlistarstjóri: KK

ljósahönnun: Jón Þorgeir Kristjánsson

búningahönnuður: Rannveig Eva Karlsdóttir

útlitshönnun: Mekkín Ragnarsdóttir

hljóðhönnun: Sindri Þórarinsson

aðstoðarleikstjóri: Valdís Arnardóttir

hreyfihönnun: Hannes Þór Egilsson

leikarar: Þóra Karítas, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Magnús Guðmundsson og KK

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband