4.4.2008 | 13:00
LILYA í the Contact Theatre-Manchester

Silfurtunglið setur upp leikritið LILYA eftir Jón Gunnar
Leikgerð gerð úr kvikmyndinni Lilya 4 Ever eftir Lukas Moodysson
Sýningin er frumsýnd þann 15 apríl í The Conatct Theatre í Manchester. Sýningin vekur athygli í Manchester og þá sérstaklega vegna þess að þar er mansal mikið vandamál. The Contact Theatre er metnaðarfullt leikhús , frumlegasta leikhús Englendinga samkvæmt Time Out.
Sagan segir frá Lilju sem á heima í gömlu Sovíetríkjunum og sambandi hennar við Volodja, 11 ára dreng sem byr að mestu leiti á götunni. Lilja kynnist Andrei og hann platar hana til að koma með sér til Manchester. Loforð um drauma og betra líf eru brotin og Lilja er læst inni í herbergi í Manchester.
Sagan er átakaleg en falleg, saga sem þarf að segja.
Hægt er að fá frekari upplýsingar á www.contact-theatre.org
Leikarar:
Lilya: Lauren Drummond,
Natasha: Kate Colgrave Pope
Andrei: Bradley Taylor
Volodja: Joel Cheatham
Paul: Nick Mason
Man: Stuart McPherson
Leikmynd: Mark Friend
Tónlist: KK
Leikgerð og leikstjórn: Jón Gunnar Þórðarson
Flokkur: Menning og listir | Breytt 6.4.2008 kl. 15:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.